Fólkið á bakvið sjóðinn
Katla gaf okkur öllum magnaðan kraft; kraft til að standa saman, kraft til að miðla og hjálpa en líka æðri skilning á því að það fá ekki allir sömu tækifærin til betra lífs.
Tengslin við Eþíópíu
Eftir að hafa kynnst börnum og fjölskyldum þeirra í Eþíópíu þá kom upp ríkuleg ástæða og löngun til að hjálpa þeim sem minna mega sín. Við kynntumst barni og foreldrum þess sem öll þurftu virkilega á hjálparhönd að halda.
Af hverju menntunarsjóður
Íbúar hins vestræna samfélags eiga oft á tíðum auðvelt með að rétta fram örlitla hjálparhönd, en þessi sama hjálparhönd getur skipt sköpum í lífi barns í Eþíópíu. Með því að tryggja góða menntun tryggjum við um leið velferð og framtíðarmöguleika barnsins til betra lífs.
Stofnun sjóðsins
Kraftur Kötlu styrkir börn til skólagöngu, allt frá grunnskóla og i gegnum háskóla. Markmiðið er að veita þessum börnum aðgang að skólum í sínu landi til að þau menntist og eflist sem einstaklingar innan sinnar þjóðar.